28.2.2007 | 02:00
Kvikmyndagagnrýni
"Perfume" eða ilmurinn á íslensku. er byggð á samnefndri bók eftir Patrick Suskind, sú bók ku vera stórbrotin. Persónulega fannst mér þetta afar góð mynd, frumleg með glæsilegri myndatöku og allt öðruvísi en þessar þreyttu formúlumyndir sem dælt er yfir mann frá Hollywood.
Myndin segir frá ungum ógæfudreng, Jean-Babtiste Grenouille sem elst upp á munaðarleysingjahæli þar sem honum er þrælað út. Áhorfendur fá samúð með honum fyrst til að byrja með, en það á eftir að breytast þegar líða tekur á myndina. Þessi ungi maður hefur svakalega hæfileika nefnilega ótrúlegt lyktarskyn, sem á síðar eftir að breyta honum í morðingja ungra óspjallaðra meyja. Hann þarf á þeim að halda til að búa til hin himneska ilm. Myndin er á köflum óhugnarleg. Ég mæli hiklaust með henni og gef henni þrjár stjörnur :)
Fljótlega mun ég taka fyrir myndina "The Number 23".
Dægurmál | Breytt s.d. kl. 02:03 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (2)
20.2.2007 | 01:03
Barcelona - Liverpool
Ég get varla beðið eftir þessum leik og horfa á mína menn í Barcelona hafna Liverpool og vinna mér inn nokkra kassa af öller í leiðinni!
Ef muppetið hann P.Crouch skorar mark, sem hendir Barca úr keppninni þá er ég hættur að fylgjast með fótbolta ;)
Það verður spennandi að sjá hvort að Smárinn byrji inná!
Íþróttir | Slóð | Facebook | Athugasemdir (3)
8.1.2007 | 16:11
Planet Earth
Ég var að klára seríuna Planet Earth sem sýndir voru á BBC. Efnið er um 12 tíma langt, en tíminn flýgur við að horfa á þetta. Þarna eru einhverjar fallegustu myndartökur sem maður hefur séð. Ég mæli hiklaust með þessari þáttaröð, sú besta sem ég hef séð og hef ég horft á þær ansi margar enda mikill aðdáandi Davids Attenbourughs.
Ég mæli með þessum þáttum fyrir alla aðdáendur náttúrulífsmynda og gef henni fullt hús stiga 5 stjörnur af 5 mögulegum.
Ég reikna með að vera með smá kvikmyndagagnrýni hér af og til :)
Dægurmál | Breytt s.d. kl. 16:15 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (1)
2.1.2007 | 13:00
Fyrsta bloggfærsla
prufun.
Liverpool-Arsenal á morgun spái jafntefli í þessum leik.
Íslenska landsliðið tapar með 12.marka mun gegn norsurum, leiðin hlýtur að liggja uppá við eftir slíka rassskellingu :)
Dægurmál | Breytt 5.1.2007 kl. 23:51 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (1)