Kvikmyndagagnrýni

"Perfume" eða ilmurinn á íslensku. er byggð á  samnefndri bók eftir Patrick Suskind, sú bók ku vera stórbrotin. Persónulega fannst mér þetta afar góð mynd, frumleg með glæsilegri myndatöku og allt öðruvísi en þessar þreyttu formúlumyndir sem dælt er yfir mann frá Hollywood.

Myndin segir frá ungum ógæfudreng, Jean-Babtiste Grenouille sem elst upp á munaðarleysingjahæli þar sem honum er þrælað út. Áhorfendur fá samúð með honum fyrst til að byrja með, en það á eftir að breytast þegar líða tekur á myndina. Þessi ungi maður hefur svakalega hæfileika nefnilega ótrúlegt lyktarskyn, sem á síðar eftir að breyta honum í morðingja ungra óspjallaðra meyja. Hann þarf á þeim að halda til að búa til hin himneska ilm. Myndin er á köflum óhugnarleg. Ég mæli hiklaust með henni og gef henni þrjár stjörnur :)

Fljótlega mun ég taka fyrir myndina "The Number 23". 

 

ilmurinn


« Síðasta færsla

Athugasemdir

1 Smámynd: Hrannar Baldursson

Ég held að ég bíði með þessa þar til að hún komi á DVD. Eða er hún kannski 'möst sí' í bíó?

Hrannar Baldursson, 28.2.2007 kl. 08:08

2 Smámynd: Jón Viktor Gunnarsson

Ekkert möst ;) en mjög fín. The Number 23 er ekki nægilega góð að mínu mati gef henni 1 og hálfa stjörnu. Jim Carrey alls ekkert slakur bara handritið ekki nægilega gott að mínu mati. 

Jón Viktor Gunnarsson, 1.3.2007 kl. 14:16

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband