8.1.2007 | 16:11
Planet Earth
Ég var að klára seríuna Planet Earth sem sýndir voru á BBC. Efnið er um 12 tíma langt, en tíminn flýgur við að horfa á þetta. Þarna eru einhverjar fallegustu myndartökur sem maður hefur séð. Ég mæli hiklaust með þessari þáttaröð, sú besta sem ég hef séð og hef ég horft á þær ansi margar enda mikill aðdáandi Davids Attenbourughs.
Ég mæli með þessum þáttum fyrir alla aðdáendur náttúrulífsmynda og gef henni fullt hús stiga 5 stjörnur af 5 mögulegum.
Ég reikna með að vera með smá kvikmyndagagnrýni hér af og til :)
Athugasemdir
Sammála, alveg frábært efni eins og svo margt annað frá BBC. Langaði hins vegar að segja frá því að þáttaröð Planet Earth nr. 2 er á leiðinni.
Kveðjur,
Finnur Jóhannsson Malmquist, 8.1.2007 kl. 16:24
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.